Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

16. Seint tilkomnar aukaverkanir af joðskuggaefni

Ráðleggingar vegna seint tilkominna aukaverkana af joðskuggaefni:

  • Skilgreining:
    • Seint tilkomnar aukaverkanir af joðskuggaefnum eru aukaverkanir sem koma fram meira en einni klukkustund eftir skuggaefnisgjöf en minna en einni viku seinna.
       
  • Áhættuhópar:
    • Sjúklingar sem áður hafa sýnt viðbrögð við skuggaefni
    • Sjúklingar á interleukin-2 meðferð
      • Sjúklingar sem hafa áður fengið alvarlegar sein tilkomnar aukaverkanir og eru auk þess á interleukin-2 meðferð eiga að hafa samband við þann lækni sem stjórnar þeirri meðferð.
         
  • Fyrirbyggjandi meðferð:
    • Í flestum tilvikum er ekki mælt með fyrirbyggjandi meðferð
    • Sjúklingum sem hafa áður fengið alvarlegar sein tilkomnar aukaverkanir getur verið rétt að gefa fyrirbyggjandi sterameðferð, sjá kafla 5.
       
  • Einkenni:
    • Húðútbrot eins og sjást við ofnæmi gagnvart öðrum lyfjum
      • Eru sannanlega raunverulegar seint tilkomnar aukaverkanir. Þessar aukaverkanir eru þó oftast mildar eða í meðallagi alvarlegar.
    • Ógleði, uppköst, höfuðverkur, stoðkerfisverkir, hiti
      • Eru dæmi um einkenni sem lýst hefur verið eftir joðskuggaefnisgjöf en erfitt er að ákvarða hvort tengjast skuggaefninu.
         
  • Meðferð einkenna:
    • ​​​​​​​Einkenni eru meðhöndluð og á sama hátt og önnur húðútbrot sem koma til sem aukaverkun af lyfjum.