Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

5. Fyrirbyggjandi meðferð v. aukinnar hættu á skuggaefnisviðbrögðum

Áhættuhópar:

  • Sjúklingar sem hafa áður sýnt viðbrögð við joðskuggaefni
     
  • Sjúklingar með asthma, í meðallagi eða alvarlegan
     
  • Sjúklingar með ofnæmi eða fjölofnæmi, í meðallagi eða alvarlegt


Fyrirbyggjandi meðferð móti pseudoallergiskum viðbrögðum við skuggaefnisgjöf:

  • Meðferðin byggir á notkun barkstera (kortikósteroíða) og andhistamína (antihistamína)
     
  • Athugið að barksterar sem gefnir eru skemur en 6 klst. fyrir skuggaefnisgjöf veita ekki fullnægjandi vörn
     
  • Mikilvægt er að fylgjast með sjúklingi í að minnsta kosti 30 mínútur eftir gjöf joðskuggaefnis
     
  • Möguleg meðferð fyrir tímapantaða rannsókn:
    • Prednisolon töflur, 50 mg (t.d. 5 stykki 10 mg töflur) 12 klst. fyrir rannsókn og aftur 50 mg 2 klst. fyrir rannsókn
       
  • Möguleg meðferð fyrir bráðarannsókn:
    • Solu-Cortef, 200 mg, gefið í æð (i.v.) við upphaf rannsóknar
    • Tavegyl, 2 mg, gefið í vöðva (i.m.) eða í æð (i.v.), 3 mín fyrir skuggaefnisgjöf
      • Ath. að gefa lyfið mjög hægt
      • Mælt er með i.m. inngjöf þar sem i.v. inngjöf er varasöm
      • Ef lyfið er gefið i.v. þá á 3-5 mínútum
         
  • Áður þekkt alvarleg viðbrögð eða ef hætta er á slíku hjá sjúklingi:
    • Svæfingarstarfsfólk viðstatt og sér um viðeigandi ráðstafanir eða rannsóknin gerð í svæfingu. 

Heimild: https://www.sfmr.se/sidor/kontrastmedel/ Sjá Rekommendationer Överkänslighetsreaktioner