Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

11. Brjóstagjöf

Joðskuggaefni og brjóstagjöf:

  • Fyrir þau skuggaefni sem rannsökuð hafa verið, útskilst (mælist) um
    1- 3% af gefnum skammti í brjóstamjólk innan sólahrings, sé móðir með eðlilega nýrnastarfsemi.
    • Af þessum skammti frásogast 1% í görnum barnsins ef slímhúð í görn er eðlileg.
    • Ef slímhúð er sködduð getur frásogið verið meira.
       
  • Sá skammtur af joðskuggaefni sem barnið getur fengið við brjóstagjöf er aðeins örlítill lítill hluti þess sem barnið þolir að fá við rannsókn með joðskuggaefni.
     
  • Eituráhrif eða skuggaefnisofnæmi hefur ekki verið rapporterað og áhættan er sennilegast meira fræðileg en raunveruleg. 

Athugið: Nánari upplýsingar eru í undirköflum.

 

Efnisyfirlit - Athugið að líka er hægt að nota valmyndina, efst til hægri

Ráðleggingar