Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

2. Joðskuggaefni í meltingarveg

Gastrografin:
Gastrografin er vatnsleysanlegt, háosmólar joðskuggaefni sem er eingöngu notað í meltingarveg:

  • Við bráðarannsóknir vegna gruns um þarmalömun (akút passage rannsóknir - Gastrografinpassage).
  • Í stað bariumskuggaefna þegar talinn er möguleiki á að skuggaefnið leki úr meltingarveginum út í brjóst- eða kviðarhol.

Varast skal að nota Gastrografin þegar hætta er talin á að skuggaefni lendi í öndunarveg (aspiration), þar sem eiginleikar þess geta valdið bráðri bólgu og bjúgmyndun í öndunarfærum.
Gastrografin Official FDA Information

Gastrografin er notað óblandað. Hvorki ætti að blanda skuggaefnið með vatni barium skuggaefni.

Skuggaefni sem ætluð eru í æð:
Lágosmólar joðskuggaefni sem ætluð eru til inngjafar í bláæð (intra venous - i.v.) eru sjaldan notuð í meltingarveg.
Í einstöku tilvikum getur verið ástæða til að nota þau og er það þá sameiginleg ákvörðun röntgenlæknis og geislafræðings í hverju tilviki fyrir sig.